29 september 2005

Ítalskar kjötbollur al Forno

400 gr nautahakk
400 gr kálfa eða svínahakk
2 marðir hvítlauksgeirar
1 búnt söxuð steinselja
1 búnt saxað basil
2 msk fersk rifinn parmesan
4 skorpulausar brauðsneiðar í mjólk
-kreistið síðan mestu mjólkina af
4 egg
Sjávarsalt
Svartur nýmulinn pipar
Bragðlaus brauðraspur

Sósan:
5 fallegir ferskir tómatar
-skornir í grófa bita
5 stk kantarellusveppir
-rifnir í strimla
100 ml ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar

Öllu blandað saman í skál.

1 stór buffla mossarella
-hlutaður niður í nokkra bita

Öllu blandað saman rólega með höndunum. Mótaðar eru stórar bollur og þeim velt upp úr raspinum. Bollurnar eru steiktar stutta stund á hvorri hlið og komið fyrir í eldföstu fati. Sósunni er hellt yfir og ostbita komið fyrir á hverri bollu. Bakað við 180 gráður í 35-45 mínútur.
Framreitt með góðu brauði og salati.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef haft þessa uppskrift til hliðsjónar þegar ég geri mínar bollur. Ég hef þó bætt sítrónuberki og hef ríflega af parmesan. Börkurinn gefur skemmtilegt zezty hint. Ég baka bollurnar á smjörpappír í ofni í 35 mín og skelli svo í frysti því sem ég nota ekki. Þessar bollur eru snilld. Kveðja, Friðrik Friðriksson leikari

Auðunn Sólberg Valsson sagði...

Takk fyrir. Líst vel á þessa viðbót með börkinn og ostinn - prófa það næst.