16 maí 2008

Grænmetis Lasagna

Fyrir 6 manns

Sósan:
800 gr niðursoðnir tómatar -Kurlaðir
3 hvítlauksgeirar -Fínsaxaðir
50 ml ólífuolía
100 gr fínsaxaður laukur
1 fersk blóðbergs-grein eða ein tsk af þurrkuðu
100 ml vatn eða grænmetissoð
Salt og pipar

Hitið hvítlaukinn og laukinn í olíunni stutta stund. Setjið blóðberg, vatn, tómata og kryddið til með salti og pipar. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Takið til hliðar.

Lasagna:
100 gr rauðlaukur í sneiðum
200 gr gulrætur í löngum sneiðum
150 gr kúrbítur í löngum sneiðum
300 gr spergilkál, skorið í litla knúppa
200 gr rauð paprika skorinn í sneiðar
50 gr ristaðar casew hnetur
500 gr kotasæla
6-8 lasagnablöð
100 gr rifinn parmesanostur
200 gr rifinn ostur

Léttsjóðið grænmetið í saltvatni, kælið og þerrið. Gulræturnar þurfa lengstu suðuna. Í ofnfast form er lagt til skiptis grænmeti, sósa, lasagnablöð og kotasæla. Stað er parmesan á milli. Rifinn ostur efst. Látið standa við stofuhita í klukkustund. Bakið í ofni við 180 gráður í 40 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Framreiðið með salati og góðu brauði.