14 desember 2010

Kanelís

200 ml mjólk
2 kanelstangir (má nota kanelduft)
Skaf úr einni vanillustöng
10 eggjarauður
250 gr flórsykur
1 ltr þeyttur Rjómi

Setjið mjólk, vanillu og kanelstangir í pott og sjóðið rólaga niður mjólkina um 2/3. Kælið og fjarlægið kanelstangir. Stífþeytið flórsykur og eggjarauður. Hellið niðursoðinni mjólk saman við. Blandið rjóma saman við með sleif og setjið í 2 form. Frystið í minnst 18 tíma.