29 september 2005

Sítrónutart

Fullkominn sítrónuunaður. Franskara getur það ekki verið. þessi uppskrift er frá MPW.

1 kg Hveiti
350 gr Flórsykur
500 gr Smjör
Börkur af tvem sítrónum í julienne
Skaf af einni vanillustöng
2 stk Egg

Fylling:
18 stk Egg
800 gr Flórsykur
10 stk Egg
500 ml Rjómi

1-Hitið ofn í 180 gráður, blandið saman hveiti, smjöri og flórsykri.

2-Setjið sítrónubörkinn í ásamt innan úr vanillustönginni.

3-Þeytið eggin saman og bætið í. Hnoðið vel saman og vefjið í plastfilmu og geymið í kæli í um 30 mínútur.

4-Fletjið út deigið nægilega stórt til að passi í formið sem nota skal. Þrystið deiginu jafnt upp kantana á forminu. Skerið ekki aukadeig sem slútir út fyrir formið fyrr en eftir bakstur. Setjið smjörpappír ofaná deigið og setji bökunarbaunir eða linsubaunir sem ok við baksturinn.

5-Bakið í 10 mín, fjarlægið baunirnar og smjörpappírinn og skerið burt auka deig. Bakið aftur í 10 mín og takið úr ofninum.

6-Þeytið saman egg, flórsykur, sítrónusafa og sítrónubörk. Bætið rjómanum að síðustu í.

7-Lækkið hitan í ofninum í 120 gráður. Hellið fyllingunni í heitan botninn og bakið í 30 mín.

8-Rétt fyrir framreiðslu skal strá kökuna með flórsykri og gljá undir vel heitu grilli. Skerið í 8 sneiðar og framreiðið með t.d. ís eða sorbet.

Engin ummæli: