19 október 2010

Steiktur lax með volgu spergilkál og eplasalati - Paleo


2 x 200 gr Laxastykki
1 gott búnt klettasalat
150 gr græn afhýdd epli í litlum bitum
2 spergilkálshöfuð skorin í litla vendi eða bita
Safi úr einni sítrónu
Ólífuolía
Salt og pipar

Laxinn er steiktur á pönnu á hefbundin hátt. Færður upp á disk og haldið heitum. Pannan er hituð vel með olíunni og spergilkálið er steikt þar til það tekur lit. Eplunum er bætt á og pannan tekin af hitanum. Kryddað til með salti og pipar. Að síðustu er safanum hellt yfir og klettasalatið sett saman við. Framreitt með laxinum. Hafið vel af olíunni því að hún er í raun sósan með þessum rétti. 

Fyllt egg með avocado og parmaskinku - Paleo


4 harðsoðin egg
1 vel þroskað avocado
1 tsk tabasco sósa
1 tsk sítrónusafi
salt og Pipar
8 sneiðar parmaskinka

Eggin eru skorin í tvennt með beittum hníf. Takið eggjarauðurnar úr eggjunum og setjið í skál með avocado, tabasco, sítrónusafa og kryddið til með salti og pipar. Skiptið í 8 hluta og setjið í eggin með skeið. Má líka sprauta maukinu í. Leggið snúna parmaskinkusneið yfir. Framreiðið með góðu salati og olíu.