23 maí 2006

Núðlur með kókos og rauðu karrý


Fyrir 6

1 pk núðlur
2 ds kókosmjólk
3 msk olía
4 msk sweet chili sósa
1 saxað hvítlauksrif
2 msk soya sósa
2 litlar gulrætur í strimlum
100 gr hvítkál í srimlum
100 gr vorlaukur eða blaðlaukur í strimlum
2 msk rautt karrý
3 soðnar kjúklingabringur í strimlum

Sjóðið núðlurnar í 5 mínútur og kælið í miklu af köldu vatni - sigtið. Svitið grænmetið í olíunni með karrý og hvítlauk. Setjið kókosmjólk útí ásamt soya og sweet chili. Sjóðið stutta stund eða þar til grænmetið er orðið meirt. Setjið núðlur og kjúkling útí og sjóðið stutta stund. Þennan rétt er upplagt að laga í wok-pönnu.