25 apríl 2006

Karrý- kókossúpa með kjuklingastrimlum

Fyrir 6 pers.

1 stk rautt chilli
50 gr laukur
3 msk olía
1 tsk karrý
½ tsk turmeric
500 ml kjúklingasoð
-eða vatn og kjúklingakraftur
Salt
Pipar
2 dósir kokosmjólk
250 ml rjómi
½ + ½ rauð og græn paprika
Maisena mjöl eða smjörbolla (hveiti og smjör)
1 soðin skinnlaus kjúklingabringa í ræmum

Chili er fræhreinsað og saxað smátt ásamt lauknum. Svitið chilli og lauk síðan í olíunni og bætið karrý og turmeric saman við .Hellið kjúklingasoði saman við og látið sjóða rólega stutta stund. Maukið með töfrasprota og bætið síðan kokos, og rjóma saman við. Sjóðið stutta stund, kryddið til með salti og pipar, og karrýi ef þurfa þykir. Þykkið súpuna með maisena eða smjörbollu. Saxið paprikuna fínt eða í litla teninga og bætið út í súpuna að síðustu ásamt kjúklingastrimlum. Látið sjóða og framreiðið.