15 mars 2006

Brownie


120 gr Súkkulaði
50 gr smjör
2 msk sterkt kaffi
1 bolli sykur
1/4 tsk Salt
5 egg
3/4 bolli Hveiti
1/4 Bolli Kakó ( Má sleppa)
1 Bolli Saxaðar valhnetur
1 Bolli Saxað Sírius rjómasúkkulaði

Bræðið saman súkkulaði, smjör og kaffi. Hrærið saman sykur, egg og salt þar til blandan er létt og ljós. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við. Hveiti og kakó, ef þið notið það er blandað í eggjablönduna. Hnetum og rjómasúkkulaði blandað saman við . Bakið við 170°C í 40-45 mín eða þar til kakan losnar frá brúnum. Kælið og skerið í brownies-teninga. Framreitt með rjóma eða vanilluís

09 mars 2006

Kleinuhringir


200 ml mjólk eða vatn
1 1/2 msk þurrger
3 msk sykur
3 egg
50 g lint smjör
1 tsk vanilludropar
Rifinn börkur af 1 sítrónu
550 g hveiti
steikingarfeiti

Vökvinn velgdur þar til hann er nálægt 37°C og hellt í skál. Gerið sett út í ásamt 1-2 tsk af sykri og látið standa þar til gerið er farið að freyða. Þá er afgangurinn af sykrinum settur út í ásamt eggjum, smjöri, bragðefni og hluta af hveitinu. Hrært vel og meira hveiti bætt út í smátt og smátt, þar til deigið er vel hnoðunarhæft og klessist ekki við hendur en er þó fremur lint. Hnoðað vel, mótað í kúlu, sett í hveitistráða skál og látið lyfta sér við stofuhita í 30-45 mínútur. Þá er það slegið niður og flatt út í 1 cm þykkt, eða tæplega það. Hringir stungnir úr því (8 cm þvermál) og afskurðinum svo hnoðað saman í kúlu sem er flött út og fleiri hringir stungnir út - það ættu að verða u.þ.b. 14-18 hringir úr deiginu. Raðað á bökunarpappírsörk og látnir lyfta sér á meðan feitin er hituð. Þegar hún er 180-190°C eru kleinuhringirnir settir gætilega út í, 3-5 í senn eftir stærð steikingarpottsins, og steiktir í 1 1/2-2 mínútur á hvorri hlið (þurfa reyndar oftast heldur styttri tíma þegar búið er að snúa þeim). Teknir upp með gataspaða og látið renna af þeim á bökunarpappír. Bestir volgir og þá kannski með flórsykri sigtuðum yfir, eða þeir eru látnir kólna og þykkum glassúr dreypt yfir. Þeir eru samt alltaf langbestir nýsteiktir.

Naan Brauð


200 ml mjólk
2 msk sykur
1 poki þurrger eða 5 tsk
600 gr hveiti
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk ólífuolía
1 dós hrein jógúrt (180g)
1 msk maldon-salt
1 msk indversk kryddblanda(Garam Marsala t.d.)
25 gr smjör
1-2 hvítlauksrif, smátt söxuð
búnt af fersku kóríander

Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 15 mín. Blandið síðan hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrt saman við germjólkina. Hnoðið deigið þar til það verður mjúkt og bætið við hveiti ef ykkur finnst það og blautt. Látið deigið hefast í skál í 1 klst. við stofuhita. Hitið ofninn í 275°C eða 210-220 blástur. Blandið kryddinu og saltinu saman á diski. Skiptið deiginu í 10 hluta og hnoðið kúlur úr þeim. Fletjið síðan kúlurnar út nokkuð þunnt og þrýstið þeim ofan í kryddblönduna. Raðið brauðunum á plötuna sem er klædd bökunarpappír og bakið þau í 5-7 mínútur. Þið getið líka bakað þau á efri grind á gasgrili. Bræðið smjörið í potti og dreypið því strax yfir heit brauðin. Klippið kóríander síðan yfir allt saman. Berið strax fram meðan brauðin eru heit. Einnig er hægt að nota þessa uppskrift í Pítubrauð, en hafið þá brauðin þykkari og sleppið kryddi.