26 nóvember 2009

Heit Vanillusósa - Cremé Anglaise

Þessi sósa er upplögð með frönsku súkkulaðikökunni eða með ferskum ávöxtum.
250 ml rjómi
250 mj mjólk
Skaf innan úr einni vanillustöng
70 gr sykur
5 eggjarauður
Hrærið saman sykur og eggjarauður í stálskál. Setjið rjóma og mjólk í pott ásamt vanilluskafinu (vanilla skorinn langsum) og hitið að suðumarki. Blandi 4-6 matskeiðum af mjólkurblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið rösklega í á meðan. Hellið síðan restinni af mjólkurblöndunni saman við eggin, smátt og smátt. Hrærið í á meðan. Komið skálinni fyrir yfir vatnsbaði (Pottur með vatni á rólegri suðu). Þeytið rösklega þar til sósan þykknar. Sósan er tilbúin þegar hún rennur ekki auðveldlega af baki plast eða trésleifar. Sósuna má framreiða volga eða kalda.

13 nóvember 2009

Kjúklingasalat með grænum aspars og eplum

Hráefni:
600 gr steiktur kældur kjúklingur í bitum -beinlaus
4 stykki soðinn grænn aspars í bitum eða 1 dós niðursoðinn
1 grænt epli afhýtt og skorið í litla bita
1 stk rauðlaukur fínsaxaður
2 stk harðsoðin söxuð egg
1 rauð paprika fínsöxuð
1 græn paprika fínsöxuð
1 tsk madras karrý
1 tsk paprikuduft
2 msk agave síróp
250 ml sýrður 18% rjómi
250 ml majonnaise
Salt og pipar eftir smekk

Öllu blandað vel saman og látið "taka sig" í kæli í 2-3 tíma.
Framreitt með góðu salati og nýbökuðu brauði.