29 september 2005

Heit Súkkulaðikaka með blautum kjarna

Fyrir 16 persónur

50 ml mjólk
4 egg
230 gr suðusúkkulaði
30 gr flórsykur
70 ml rjómi
60 gr sykur
60 gr smjör
50 gr hveiti

1-Þeytið saman eggin og sykurinn í hrærivél þar til blandan er létt og ljós.
2-Sjóðið upp á mjólkinni og rjómanum, takið af hitanum og bætið söxuðu súkkulaðinu og smjörinu saman við.
3-Bætið súkkulaðiblöndunni varlega út í eggjablönduna og bætið við flórsykri og hveiti.
4-Setjið blönduna í litlar hitaþolnar skálar eða kakóbolla sem þola hitann vel og búið er að smyrja að innan og dusta með hveiti.
5-Bakið við 200 gráður í 8-10 mínútur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmm...held að þetta sé ákkurat það sem ég er að leita að - vona að þetta heppnist hjá mér :)

Nafnlaus sagði...

Nammi namm - þessi var eftirrétturinn á mínum bæ á aðfangadag þetta árið - takk fyrir uppskriftina
mbk
Íris

Freyja sagði...

Er búin að nota þessa uppskrift hans Auðuns í nokkur ár. Besta uppskriftin er hér ;)