29 september 2005

Eldsteiktar Pönnukökur og Ananas í Tequila

Desert frá Ragnari Wessman. Frábær eftirréttur sem staldraði reyndar stutt við á matseðlinum í Grillinu (þjónarnir hötuðu þennan rétt - flambering).

8 stk pönnukökur
8 sneiðar ananas
80 gr hnetuspænir
10 cl tequila

Cajeta síróp:
250 gr sykur
500 ml mjólk
½ tsk matarsódi
1 stk kanelstöng

Cajeta:
Blandið öllu saman og sjóðið í c.a. 2 1/2 klst.

1-Raðið á fat ananassneiðum, cajetu og pönnukökum og vínanda.
2-Hitið pönnu og hellið cajetu á. Leggið ananassneiðarnar á, kraumið stutta stund og snúið við einu sinni. Hellið víni á og berið eld að.
3-Skammtið eina sneið á mann og flamberið pönnukökur á sama hátt.
4-Framreiðið með vanilluís.

Engin ummæli: