07 nóvember 2005

Marengs með rjóma og jarðaberjum

8 stk eggjahvítur
1/4 stk salt
400 gr sykur
3 stk edik
500 ml þeyttur rjómi
Fersk jarðaber

1-Eggjahvítur eru stífþeyttar ásamt salti.
2-Sykur settur útí smátt og smátt. Edikið er sett síðast.
3-Hellið deginu í smurt og hveitistráð eldfast form, ýtið svolítið upp í miðjunni.
4-Bakið við 150 gráðu hita í 30 mínútur og svo við 175 gráður í 35 mínútur.
5-Látið kólna og smyrjið með rjóma (framreiðið í forminu).
6-Skreytið með jarðaberjum eða jarðaberjum og kiwi.

Jólapiparkökur

Þetta eru bestu piparkökur sem ég hef smakkað.

500 gr hveiti
250 gr sykur
200 gr smjör
2 stk egg
2 tsk matarsóti
6 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1 tsk negulduft
1 tsk hvítur pipar
2 msk kakóduft
250 gr síróp

1-Hrærið saman sykur og smjör.
2-Bætið eggjum saman við.
3-Blandið þurrefnum saman og setjið saman við.
4-Hrærið saman og setjið sírópið saman við síðast.
5-Mótið litlar kúlur úr deginu og raðið á bökunarplötu.
6-Bakið fallega brúnar.