14 febrúar 2006

Pizzusnúðar


16 stykki
Deig:
10 gr ger
125 ml volgt vatn
1/2 tsk salt
1 msk ólífuolía
200 gr hveiti

Fylling:
70 gr tómatmauk
1 fínt saxaður hvítlauksgeiri
1 tsk þurrkað oregano
1/2 tsk salt
örl. pipar
200 gr rifinn mossarella-ostur

Hnoðið saman deigið í sprungulausa kúlu og látið hefast undir stykki, á volgum stað í 45 mínútur. Fletjið út í c.a. 35x35 cm ferning. Blandið fyllingunni saman og smyrjið jafnt á deigið. Stáið um 175 grömmum af ostinum yfir og vefjið upp í rúllu. Skerið í 16 jafna snúða og komið fyrir á bökunarplötu. Best að hafa bökunarpappír undir. Látið hefast aftur í 30 mínútur og stráið síðan rest af osti á snúðana. bakið í 15 mínútur við 200 gráðu hita.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll... við fjölskyldan erum búin að liggja heima í pest alla helgina. Duttum inn á síðuna þína fyrir tilviljun fundum þar þessa pizzasnúða uppskrift sem við ákváðum að baka saman... Ljómandi gott og bjargaði deginum... takk takk :)

odedayadon sagði...

Playing slot games is widely popularized throughout the globe. Today, anyone can engage in a slot sport on a desktop pc or a cellular device, lengthy as|so long as} they've web entry. We are now are|are 점보카지노 actually} going to make a list of the nations by which the so-called slot machines are at present enjoying the greatest reputation.