09 febrúar 2006

Lambaterrine með Kúrbít og Tómatconfit

Franska nafnið á réttinum er:
"Terrine D´agneau aux courgettes et tomates confites"

1 kg Fituhreinsuð Lambafille
2 kg Kúrbítur
1 kg Stórir tómatar
200 gr Saxaður laukur
10 bl Matarlím
1 dl Extra virgin Ólífuolía
Salt og pipar
5 stk Basil lauf

Aðferð:
1-Kryddið og steikið Lambafilletið rósrautt í miðju, á pönnu og kælið.
2-Skerið kúrbítinn í þykkar sneiðar og síðan í fernt.
3-Setjið ólifuolíuna í pott og setjið á vægan hita.
4-Setjið kúrbítin í pottinn og sjóðið við vægan hita í 40-60 mínútur.
5-Maukið tómatana í matvinnsluvél og bætið í pottinn.
6-Kryddið til með salti og pipar ásamt basil-laufum.
7-Sjóðið saman í 15 mínútur og bætið matarlími saman við.
8-Kælið fyllinguna örlítið og smyrjið terrine form með olíu.
9-Setjið fyllingu í botninn á forminu og síðan kjöt ofaná.
10-Endurtakið og endið á fyllingunni.
11-Kælið vel og skerið í þykkar sneiðar, eina á mann.
12-Framreitt með góðu brauði ásamt salati og olíu.

Engin ummæli: