16 febrúar 2006

Heilsubrauð

Þetta brauð er ofur-heilsusamlegt og bragðgott:

5 bollar heilhveiti
12 tsk lyftiduft
2,5 tsk salt
2 bollar sólblómafræ
2 bollar graskersfræ
1,5 bolli hörfræ
3 msk síróp
1 liter AB-mjólk

Blandið saman þurrefnum og fræjum. Blandið saman sírópi og AB-mjólk, hrærið saman við þurrefnin. Setjið í form og bakið 90 mín við 180 gráður, í blástursofni.

2 ummæli:

Unknown sagði...

Getur verið að það eigi að vera 12 teskeiðar af lyftidufti?

Auðunn Sólberg Valsson sagði...

Ójá. Svo undarlegt sem það er þá eru heilar 12 tsk af lyftidufti!