11 apríl 2010

Luxus Hamborgarabrauð

Uppskrift:
3 dl Sjóðandi vatn
2 dl kartöflumauks-duft
1 dl kotasæla
2 msk sykur
2 msk ólífuolía
2 1/2 tsk ger
1 tsk salt
1 þeytt egg
10 dl hveiti
2 dl heilhveiti

Fyrir penslun:
1 þeytt egg
1 msk mjólk
Sesam fræ
Poppy fræ

Setjið kartöflumauksduftið (eins og notað er í kartöflumús) í skál og hellið sjóðandi vatninu saman við. Hrærið saman með sleif og látið kolna niður í 35-40 gráðu hita. Blandið öllu saman við, og hveitinu síðast, smátt og smátt. Hnoðið vel saman og látið hefast í skál undir plastfilmu í 50 mínútur. Takið úr skálinni og vinnið loft úr deiginu með því að hnoða létt á borðinu. Skiptið deiginu í litla bita sem vega 115 gr hver. Látið hvílast undir plastfilmu í 10 mínútur. Hnoðið hvern bita upp í fallega kúlu og komið fyrir á bökunarplötu með smjörpappír undir. Þristið létt á bollurnar með fingrunum til að gera þær flatar. Látið hvílast undir plasti aftur í 10 mínútur. Nótið þrjú mismunadi stóra útstungunarhringi til að mynda far í brauðin. Stingið gætilega níður í hálfar bollurnar -ekki alla leið. Penslið með eggja og mjólkurblöndu og stáið fræjunum yfir. Bakið í 20-25 mínútur við 180 gráðu hita.

1 ummæli:

Jökull Sólberg Auðunsson sagði...

Þú mátt gera rúma uppskrift næst þegar þú gerir þetta. Þá fæ ég nokkur brauð!