
225 gr sigtað hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 tsk flórsykur
250 ml mjólk
2 egg
55 gr brætt smjör
Hrærið saman smjör, mjólk og egg. Blandið þurrefnum saman í skál og hellið mjólkurblöndunni smátt og smátt saman við. Hrærið saman með sleif eða þeytara. Bakið á viðloðunarfrírri pönnu. Þessi uppskrift nægir í 10 stórar eða 18 litlar pönnukökur. Framreiðið með smjöri og hlynsírópi.
2 ummæli:
Uppskriftin mín er svona "verkamanna" þeyttar eggjahvítur gera þær deluxe. Svo er það rétt hjá þér með sírópið, það verður að vera ekta. Svo má til tilbreytinga setja 3-4 msk af kotasælu í degið.
Þessi ágæta uppskrift hefur nú verið elduð lengst austur í asíu þar sem sólin rís! Þaráður á Íslandi og í Danmörku, og hún virkar alltaf. Einfalt og rokk solid - Maður nennir að fara fyrr á fætur til að græja hana í dekkadent morgunmat. Takk!
Skrifa ummæli