06 ágúst 2006

Amerískar Pönnukökur


225 gr sigtað hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 tsk flórsykur
250 ml mjólk
2 egg
55 gr brætt smjör

Hrærið saman smjör, mjólk og egg. Blandið þurrefnum saman í skál og hellið mjólkurblöndunni smátt og smátt saman við. Hrærið saman með sleif eða þeytara. Bakið á viðloðunarfrírri pönnu. Þessi uppskrift nægir í 10 stórar eða 18 litlar pönnukökur. Framreiðið með smjöri og hlynsírópi.

2 ummæli:

Auðunn Sólberg Valsson sagði...

Uppskriftin mín er svona "verkamanna" þeyttar eggjahvítur gera þær deluxe. Svo er það rétt hjá þér með sírópið, það verður að vera ekta. Svo má til tilbreytinga setja 3-4 msk af kotasælu í degið.

krilli sagði...

Þessi ágæta uppskrift hefur nú verið elduð lengst austur í asíu þar sem sólin rís! Þaráður á Íslandi og í Danmörku, og hún virkar alltaf. Einfalt og rokk solid - Maður nennir að fara fyrr á fætur til að græja hana í dekkadent morgunmat. Takk!