10 janúar 2009

Sultaður Rauðlaukur

Sultaður Rauðlaukur er góður sem meðlæti með villibráð, paté og fuglakjöti eins og Önd. Geymist vel í lokuðu íláti í kæli.

30 ml grænmetisolía
900 gr rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
70 ml cider edik
80 gr sykur
1 bolli frosin eða fersk sólber
Börkur af 2 appelsínum
65 ml rauðvín
Salt og pipar

Byrjið á því að brúna laukinn í olíunni. Setjið síðan allt annað saman við og sjóðið rólega í sultu. Má ekki vera of blautt.

Engin ummæli: