02 júní 2008

Ungversk Gúllassúpa

Fyrir 6 persónur

500 gr nautakjöt (Innralæri) skorið í litla teninga
400 gr bökunarkartöflur
200 gr gulrætur
100 gr laukur
200 gr rauð paprika
4 hvítlauksgeirar
1 tsk kúmen
2 tsk ungversk paprikuduft
800 gr niðursoðnir tómatar
Olía til steikingar
400 ml vatn
Salt og pipar
1 búnt söxuð steinselja
Kjötkraftur

Kjötið er brúnað á pönnu, kryddað og sett í pott með vatninu, ásamt kjötkrafti. Tættum niðursoðnum tómötum er bætt í pottinn og látið sjóða rólega. Skerið lauk, gulrætur og paprika í litla teninga og brúnið létt í olíu á pönnu. Bætið saman við ásamt kúmeni og söxuðum hvítlauk. Látið sjóða rólega í klukkustund eða þartil kjötið er orðið meirt undir tönn. Afhýðið kartöflurnar og skerið hráar í litla teninga. Sjóðið í lettsöltuðu vatni. Sigtið vatnið frá og setjið kartöflurnar saman við gúllasið rétt áður en hún er borinn fram. Stráið steinselju yfir og framreiðið með sýrðum rjóma og góðu brauði.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mjög góð! Besta uppskrift sem ég hef fundið. Takk fyrir frábæra heimasíðu. Jóhanna Sig.

Nafnlaus sagði...

þetta er alveg mögnuð súpa, besta gúllassúpa sem ég hef smakkað. mjög gott að hafa smá sýrðan rjóma og mozzarella ost út á.

Nafnlaus sagði...

Gerði þessa súpu í gær og hún er algjör snilld!!!! //Nanna

Valla sagði...

Frábær súpa! Algerlega stórkostleg :)

Unknown sagði...

Góð súpa en langar að nefna að það er tímaeyðsla og algjör óþarfi að brúna kjötið, gulrætur og lauk áður. Sjóða bara gúllasið í vatni með kryddi og hökkuðum tómötum í klukkutíma og bæta svo rest af niðurskornum kartöflum, gulrótum og papriku út í og sjóða í korter til viðbótar.