15 mars 2006

Brownie


120 gr Súkkulaði
50 gr smjör
2 msk sterkt kaffi
1 bolli sykur
1/4 tsk Salt
5 egg
3/4 bolli Hveiti
1/4 Bolli Kakó ( Má sleppa)
1 Bolli Saxaðar valhnetur
1 Bolli Saxað Sírius rjómasúkkulaði

Bræðið saman súkkulaði, smjör og kaffi. Hrærið saman sykur, egg og salt þar til blandan er létt og ljós. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við. Hveiti og kakó, ef þið notið það er blandað í eggjablönduna. Hnetum og rjómasúkkulaði blandað saman við . Bakið við 170°C í 40-45 mín eða þar til kakan losnar frá brúnum. Kælið og skerið í brownies-teninga. Framreitt með rjóma eða vanilluís

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég hef alltaf bara keypt brownie í pökkum sem þarf bara að bæta við olíu, eggjum og vatni.

þessi var alveg frábær! mun betri.