
1 msk smjör
1 msk ólífuolía
200 gr saxaður smálaukur
500 gr kartöflur, afhýddar og skornar í smáteninga
500 ml grænmetissoð
400 gr fínhakkaðir tómatar úr dós
70 gr tómatmauk
gróft salt
6 dropar tabasco sósa
150 gr rifinn ostur
Svitið laukinn í ólíunni og smjörinu. Bætið öllu öðru saman við, nema osti og látið sjóða rólega í 20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar meirar. saltið ef þurfa þykir. Hellið í 4 skálar og stráið osti yfir. Skreytið með coriander-laufum.
1 ummæli:
Geggjuð þessi súpa, einföld og mjög góð :) ég sneiði líka stundum gulrætur - Snilld.
Skrifa ummæli