07 nóvember 2005

Jólapiparkökur

Þetta eru bestu piparkökur sem ég hef smakkað.

500 gr hveiti
250 gr sykur
200 gr smjör
2 stk egg
2 tsk matarsóti
6 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1 tsk negulduft
1 tsk hvítur pipar
2 msk kakóduft
250 gr síróp

1-Hrærið saman sykur og smjör.
2-Bætið eggjum saman við.
3-Blandið þurrefnum saman og setjið saman við.
4-Hrærið saman og setjið sírópið saman við síðast.
5-Mótið litlar kúlur úr deginu og raðið á bökunarplötu.
6-Bakið fallega brúnar.

Engin ummæli: