17 desember 2008

Ítölsk Grænmetissúpa með Bankabyggi

Þetta er mjög góð, ódýr og saðsöm súpa.

50 ml Basilolía
1 zukkini kjarnhreinsað og skorin í teninga
2 rauðar paprikur í litlum teningum
1 blaðlaukur skorin í litla bita
300 gr gulrætur í teningum
4 hvítlauksgeirar fínsaxaðir
1 lítið búnt timian
200 gr tómatmauk
2 ltr kalt vatn
Grænmetiskraftur
Salt og pipar
Rifinn parmesan ostur
Gott brauð og smjör

Aðferð:
Byggið er soðið í saltvatni í 15 mínútur, vatni hellt af, skolað og sett yfir til suðu á ný í köldu saltvatni. Látið sjóða í 10 mínútur. Í öðrum potti er olían hituð, hvítlaukurinn svitaður og öllu grænmeti blandað saman við. Vatni er bætt í ásamt söxuðu timian, tómatmauki og kryddi. Bætið byggi saman við. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Framreitt með brauði, rifnum parmesan og smjöri.

Súkkulaðikaka með berja coulis

Passar í einn millidjúpann Gastróbakka. Helmingið uppskriftina til að baka í heimilisskúffu.

Það má segja að þessi kaka sé svona lúxus-skúffukaka.

500 gr ósaltað smjör
10 egg
300 gr sykur
100 gr púðusykur
8 tsk lyftiduft
6 tsk vanillusykur
6 dl hveiti
4 dl kakó
300 gr dökkt, rifið súkkulaði

1 kg frosin blönduð ber
500 gr flórsykur

Blandið saman berjunum við flórsykurinn og látið standa við stofuhita í 3-4 klst. Framreiðið með kökunni.

Bræðið smjörið rólega. Þeytið saman egg, vanillusykur, púðusykur og sykur í 10 mínútur. Hrærið smjörið rólega saman við eggjablönduna. Sigtið hveiti, kakó og lyfiduft og blandið rólega saman við deigið ásamt helming af súkkulaði með sleif eða sleikju. Hellið helming deigsins í gastróbakkann (Smjörpappír undir). Stráið seinni helmings súkkulaðis jafnt yfir og hellið síðan rest af deiginu þar yfir. Hitið ofninn í 180 gráður í 5 mínútur og lækkið síðan í ofninum í 150 gráður og setjið kökuna í ofninn. Bakið á miðlungs viftuhraða í 35 mínútur. Kælið og framreiðið. Þessa köku má líka baka daginn áður.

10 desember 2008

Mexikönsk Tómatsúpa með Chili og Kjúkling

Þetta er mjög kraftmikil súpa sem gott er að ylja sér við á köldum vetrarkvöldum. Mjög sniðug í veislur sem sjálfstæður réttur eða aðalréttur. Fékk þessa hjá Agnesi á Selfossi. Breytti og staðfærði að kenjum kokksins.

400 gr soðnar kjúklingabringur í teningum
200 gr saxaður laukur
3 fínsaxaðir hvítlauksgeirar
1 grænn chilipipar fínsaxaður
2 rauður chili fínsaxaður
100 gr mais
100 gr soðnar nýrnabaunir
1 lítri tómatsafi
800 gr niðursoðnir tómatar í bitum
600 ml kjúklingasoð
1 búnt saxaður ferskur coriander
½ tsk chilipiparduft
½ tsk cayennapiparduft

Svitið hvítlaukinn, chilipiparinn og laukinn í dálítilli olíu. Öllum vökva bætt sman við og soðið rólega saman í 20-30 mínútur. Setjið kjúkling, mais og nýrnabaunir í súpuna. Smakkið til og bætið við chili eða kjötkrafti ef þurfa þykir. Súpan á að vera sterk og kraftmikil.

Meðlæti:
200 gr rifinn ostur
200 ml sýrður rjómi
200 ml Guacamole
Nachos flögur
Brauð og olífuolíaSkammtið súpuna í skál fyrir hvern og einn og setið meðlætið útí. Snakkið og rifinn ost efst.