15 júlí 2008

Sinneps og Hvítlaukslegin Lax

Framreiddur með Grænmetis-spjóti og chili-mangósósu

Fyrir 4

600 g snyrt laxaflak
2-3 msk mangó chutney
Salt

Marinering:
2 msk dijonsinnep
2 hvítlauksgeirar
100 ml ólífuolía
Svartur pipar
1 lime – safinn og rifinn börkur

Grænmetisspjót:
100 gr zukkini
100 gr rauð paprika
100 gr rauðlaukur
50 gr sveppir
8 smátómatar

Mangósósa:
200 ml mangómauk (Mango Glaze)
1 msk saxað coriander
1 stk chili-pipar
1 lime - safinn
Salt
Pipar

Aðferð:
Byrjið á þvi að marinera laxinn. Flakið er skorið í 4 jöfn stykki. Saxið hvítlaukinn fínt og blandið saman við ólífuolíuna. Smyrjið sinnepinu jafnt á laxastykkin og kryddið til með pipar. Leggið á fat og hellið olíunni yfir. Látið standa á köldum stað í klukkustund eða meira. Laxinn er síðan saltaður og grillaður á vel heitu grilli í um það bil 8 mínútur á hvorri hlið. Í restina skal hann pennslaður með mango chutney. Skerið grænmetið í fallega, jafna bita og þræðið upp á spjót. Grillið með laxinum í nokkrar mínútur. Kryddið með salti og pipar.

Mangósósa:
Hreinsið fræ úr piparbelgnum og saxið mjög fínt. Hitið í olíu ásamt coriander. Setjið mauk saman við ásamt limesafa og sjóðið stutta stund. Kryddið til með salti og pipar. Með réttinum má framreiða ferskt salat og brauð eða bakaða kartöflu fyrir þá sem það vilja.

04 júlí 2008

Saltfisk Lasagna

Þessi uppskrift er fiski-útgáfa af Grænmetislagna sem er hér neðar á síðunni:

Tómatsósan:
800 gr niðursoðnir tómatar -Kurlaðir
3 hvítlauksgeirar -Fínsaxaðir
50 ml ólífuolía
100 gr fínsaxaður laukur
1 fersk blóðbergs-grein eða ein tsk af þurrkuðu
100 ml vatn eða grænmetissoð
Salt og pipar

Hitið hvítlaukinn og laukinn í olíunni stutta stund. Setjið blóðberg, vatn, tómata og kryddið til með salti og pipar. Látið sjóða rólega í 30 mínútur. Takið til hliðar.

Ostasósan:
250 ml rjómi
250 ml mjólk
100 gr rifinn ostur eða ostaafgangar
Salt og pipar
Grænmetiskraftur
Ögn af múskati
Smjörbolla (50 gr bráðið smjör + 75 gr hveiti)

Setið allt saman í pott, utan smjörbollu og látið sjóða stutta stund. Þykkið með smjörbollunni og látið sjóða á ný.

Lasagna:
100 gr rauðlaukur í sneiðum
200 gr gulrætur í löngum sneiðum
150 gr kúrbítur í löngum sneiðum
100 gr spergilkál, skorið í litla knúppa
200 gr rauð paprika skorinn í sneiðar
600 gr soðinn og þerraður saltfiskur
6-8 lasagnablöð, látin liggja í sjóðandi vatni stutta stund
100 gr rifinn parmesanostur
200 gr rifinn ostur

Léttsjóðið grænmetið í saltvatni, kælið og þerrið. Gulræturnar þurfa lengstu suðuna. Í ofnfast form er lagt til skiptis grænmeti, tómatsósa, ostasósa, lasagnablöð og saltfiskbita. Stráð er parmesan á milli. Rifinn ostur efst. Látið standa við stofuhita í klukkustund. Bakið í ofni við 180 gráður í 15 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið góðan lit. Framreiðið með salati og góðu brauði.