11 febrúar 2008

Kartöflusalat

Hér er frekar óhefðbundið kartöflusalat sem ég hef fengið mjög góð comment á.
Mjög létt og einfalt salat. þetta salat má líka framreiða volgt.

Uppskriftin er fyrir 4-6
Innihald:

400 gr soðnar Ratte-kartöflur (Í hýðinu) og kældar
50 gr Ancienne korna-Sinnep
50 ml Extra Virgin Ólífuolía
100 gr saxaður Blaðlaukur eða Vorlaukur
80 gr Rauð paprika skorin í teninga
Salt og Pipar

Skerið kartöflurnar niður í sneiðar. Blandið síðan öllu saman og kryddið til með salti og pipar. Framreiðið með köldu eða heitu kjöti, eða fiskréttum.

06 febrúar 2008

Lúxus Laxabollur

200 gr laxaflak – hreinsað
150 gr hvítur fiskur
1 msk soyasósa
1 tsk saxaður hvítlaukur
2 egg
4 msk hveiti
100 ml hvítvín eða mysa
1 tsk dill
1 tsk fennelduft
1 tsk karrý
1 tsk paprikuduft
½ tsk timian
100 ml rjómi
Salt og pipar úr kvörn

Skerið allan fisk í litla bita og marinerið í hvítlauk og kryddi í klukkustund. Hellið hvítvíni, eggjum saman við og blandið saman. Setjið í matvinnskuvél og látið snúast í stutta stund. Bætið hveiti saman við og hellið rjóma í smátt og smátt. Mótið í litlar fallegar bollur með skeið og steikið í smjöri við vægan hita. Framreiðið með skelfisksósu, brauði og hrísgrjónum.