14 október 2005

Epla og Bláberjapie

Deig:
2,5 dl sigtað hveiti
1 dl sykur
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
50 gr smjör
1 stk þeytt egg

Fylling:
300 gr bláber
2 græn epli, flysjuð og skorin í teninga
1 stk sítróna, safinn og fínrifinn börkurinn
1,5 dl púðusykur
50 gr valhnetur
Kanilsykur

Blandið saman því sem er í deiginu og hnoðið upp í kúlu. Takið helmingin af deiginu og fletjið út með kefli, leggið deigið í smurt formið og bakið í 200 gráðu heitum ofni í 8-10 mín. Kælið. Blandið saman efninu í fyllinguna og setjið í formið. Fletjið út hinn helmingin af deiginu og leggið yfir bökuna. Þrystið deiginu vel á barmana og stráið kanil yfir bökuna. Bakið við 200 gráður í 30 mínútur. Framreiðið bökuna volga með vanilluís.

Kartöflu og Ýsubakstur

Fyrir 6 persónur.

2 meðalstór flök reykt Ýsa
5 stk vorlaukur
2 meðal laukar saxaðir
600 gr soðnar kartöflur í teningum
200 ml mjólk
3 hvítlauksgeirar saxaðir
200 ml rjómi
Salt
Pipar
100 gr rifinn parmesan
100 gr rifinn ostur

Beinhreinsið ýsuna og komið fyrir á víðri pönnu. Þvoið vorlaukinn og saxið gróft. Setjið vorlaukinn, laukinn og hvítlaukinn yfir fiskinn og hellið mjólkinni yfir. Sjóðið rólega undir loki í 10 mínútur. Kælið örlítið. Þrystið kartöflunum í gegnum sigti. Sjóðið rjómann niður um 1/3 og blandið saman við kartöflurnar. Hlutið fiskinn gróft niður og balndið saman við kartöflurnar ásamt lauknum. Notið vökvann af pönnunni til að þynna hræruna ef þörf er á. Kryddið til með salti og pipar.
Setjið hræruna í eldfast mót og stráið ostinum yfir. Gratinerið í 15-18 mínútur við 180 gráðu hita. Framreitt með brauði og góðu fersku salati.

13 október 2005

Austurlensk Blómkálssúpa með cummin og turmeric

750 ml Mjólk
2 söxuð hvítlauksrif
1 tsk turmeric
1 tsk cummin (ekki malað)
1 stórt blómkálshöfuð
4 vorlaukar í bitum
1 msk saxað engifer
salt
pipar
50 gr Stökksteiktir baconteningar
4 þykkar sneiðar ciabatta brauð
50 gr rifinn ferskur parmesan
30 ml extra virgin ólífuolía

Setjið mjólk, hvítlauk, krydd, engifer, lauk og blómkál saman í pott og sjóðið rólega saman í 10 mínútur. Maukið saman með mauksprota eða í matvinnsluvél. Skerið brauðið í grófa teninga og veltið upp úr parmesan og olíu. Setjið á smjörpappír í ofnskúffu og ristið í ofni stutta stund eða þartil brauðið er orðið fallega ristað. Framreiðið súpuna í fallegum skálum og stráið brauði og baconi yfir.

07 október 2005

Súkkulaðimousse

100 gr dökkt súkkulaði 70%
100 gr sykur
1 dl vatn
300 ml léttþeyttur rjómi
3 stk stífþeyttar eggjahvítur

Vatn og sykur er soðið saman og hellið yfir brætt súkkulaðið. Blandið rjómanum saman við og að síðustu eggjahvítum - varlega. Framreitt í glösum og skreytt með ferskum jarðaberjum t.d.