30 september 2005

Djúpsteiktir Rommtíglar og Jarðaberjacompott

Innihald:

Rommtíglar:
100 gr smjör
2 stk egg
12 gr þurrger
1 stk sítróna - börkurinn rifinn smátt
20 gr flórsykur
250 gr hveiti
Sletta romm

Jarðaberjacompot:
450 gr jarðaber
25 gr flórsykur
5 ml vatn

Aðferð:
1 Blandið saman flórsykri og hveiti í skál.
2 Leysið upp gerið í volgu vatni og blandið saman við.
3 Rífið börkinn af sítrónunni mjög fínt og bætið í skálina.
4 Blandið eggi saman við ásamt rommi og smjörinu-Athugið að smjörið verður að vera mjúkt eða stofuheitt.
5 Hnoðið saman vel og fletjið út.
6 Skerið í tígla með kleinujárni og djúpsteikið.
7 Stráð flórsykri og framreitt með jarðaberjacompot og ís. Ath að deigið er hægt að frysta formað í tígla og djúpsteikja síðan.

Jarðaberjacompot:
1 Maukið helming af jarðaberjunum, sjóðið ásamt vatni og flórsykri í síróp-sigtið og kælið örlítið.
2 Setjið restina af jarðaberjunum út í og kælið. Notið smá jarðaber frekar en stór í compotið.

29 september 2005

Riz a la Mande

75 gr hrísgrjón
500 ml mjólk
100 gr möndludpænir
50 gr smjör
75 gr sykur
Skaf úr einni vanillustöng
400 ml þeyttur rjómi

1-Setjið allt saman í pott, nema rjóma og sjóðið þartil grjónin eru vel meir.
2-Kælið og blandið rjómanum saman við.

Ítalskar kjötbollur al Forno

400 gr nautahakk
400 gr kálfa eða svínahakk
2 marðir hvítlauksgeirar
1 búnt söxuð steinselja
1 búnt saxað basil
2 msk fersk rifinn parmesan
4 skorpulausar brauðsneiðar í mjólk
-kreistið síðan mestu mjólkina af
4 egg
Sjávarsalt
Svartur nýmulinn pipar
Bragðlaus brauðraspur

Sósan:
5 fallegir ferskir tómatar
-skornir í grófa bita
5 stk kantarellusveppir
-rifnir í strimla
100 ml ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar

Öllu blandað saman í skál.

1 stór buffla mossarella
-hlutaður niður í nokkra bita

Öllu blandað saman rólega með höndunum. Mótaðar eru stórar bollur og þeim velt upp úr raspinum. Bollurnar eru steiktar stutta stund á hvorri hlið og komið fyrir í eldföstu fati. Sósunni er hellt yfir og ostbita komið fyrir á hverri bollu. Bakað við 180 gráður í 35-45 mínútur.
Framreitt með góðu brauði og salati.

Dönsk Möndlukaka

Þessi kaka var á matseðlinum í Grillinu á Hótel Sögu þegar ég vann þar. Mjög góð kaka og er best volg. Ég setti þessa uppskrift saman úr uppskrift í uppskriftarbæklingi sem fylgdi Braun matvinnsluvél.
Deig:
500 gr hveiti
375 gr smjör
175 gr flórsykur
½ egg

Fylling:
50 gr smjör
250 ml rjómi
50 gr hunang
400 gr ljóst síróp
500 gr möndluflögur eða spænir (splitter)

Deig:
1-Hnoðið öllu saman og hvílið í kæli í 30 mín.
2-
Fletjið út með kefli og setjið í lausbotna form.
3-Bakið fyrst í 10 mínútur við 150 gráður með smjörpappír og baunir sem ok.
4-Bakið síðan í 15 mín án pappírs og bauna við 120 gráður.
Fylling:
1-Blandið öllu saman í pott, nema möndlum og sjóðið í karamellu. Karamellan verður að vera þykk.
2-Setjið möndlurnar í og veltið þeim saman við karamelluna stutta stund yfir hitanum- fyllið botnana.
3-Rétt fyrir framreiðslu skal bregða kökunum undir grill og gefa þeim fallegan gljáa. Framreitt með rjóma. Kakan er dálítið sæt þannig að allt það meðlæti sem inniheldur sykur hentar ekki.

Eplakaka Milanaise

Þessa köku lærði ég að gera hjá Ítölskum kokki sem vann með mér 3 daga í veiðihúsinu í Kjarrá, Þverárhlíð. Þessi kokkur sýndi mér nýja hlið á Ítalskri matreiðslu. Fullkominn eplakaka!
Deig:
250 gr Hveiti
160 gr Smjör
½ Sítróna – börkurinn í ræmur
½ tsk vanillusykur
2 egg
1 gr salt

Fylling:
6 stk græn epli
½ tsk vanillusykur
½ sítróna - börkurinn í ræmur
100 gr sykur
10 ml dökkt romm

1-Hnoðið saman degið varlega og látið hvílast í kæli í 2 tíma.
2-Fletjið degið út og látið í botninn á forminu.
3-Setjið einnig lag af deginu í hliðar formsins.
4-Setjið fyllingu í formið svo rétt nemi við efstu brún degsins.
5-Setið restina af deginu yfir fyllinguna og sléttið vel.

Fylling:
1-Afhýðið og kjarnskerið eplin og skerið í bita á stærð við nögl.
2-Setjið allt í pott og sjóðið varlega í nokkrar mínútur-Kælið vel.

Bakið við 160 gráður í 50 mínútur takið hana varlega úr forminu og bakið áfram í 20 mínútur við 160 á hvolfi. Stráið flórsykri og látið hvílast í 20 mínútur áður en skorið er niður.

Hreindýrasteik með hefðbundinni villisósu

1,5 kg hreinsaður hreindýravöðvi, (Læri eða Hryggur)
salt og pipar
400 gr afskurður og bein
salt og pipar
2 stk gulrætur
100 gr sellerýstilkar
5 stk einiber
2 stk lárviðarlauf
1,2 lítrar kalt vatn

250 ml rjómi
150 ml dökkt portvín
gráðostur
ribsberjahlaup

SÓSAN:
1-Biðjið kjötkaupmanninn að höggva niður beinin fyrir ykkur í sósuna.
Brúnið þau í örlítilli olíu ásamt afskurðinum í víðbotna potti.
Kryddið með salti og pipar.
2-Þegar beinin eru byrjuð að taka lit, skerið þá grænmetið gróft niður og bætið í pottinn.
Brúnið áfram og takið síðan pottinn af hitanum. Stráið örlitlu af hveiti yfir afskurðin og beinin og hrærið í með sleif. Hellið vatninu saman við og kryddið til með einiberjum, lárviðarlaufum. Látið suðuna koma upp hægt og rólega og sjóðið niður um helming. Fleytið allan sora af soðinu, jafn óðum og hann flýtur upp.
3-Sigtið soðið í annan pott og látið suðuna koma upp að nýju. Þykkið soðið með maisenamjöli ef þurfa þykir. Bætið portvíni og rjóma í sósuna og dekkið hana e.t.v. með sósulit. Smakkið sósuna til með kjötkrafti ef með þarf.
4-Að síðustu skal setja eina matskeið af gráðosti og c.a. tvær af ribsberjahlaupi í sósuna og hræra vel í. Látið sjóða stutta stund við vægan hita. Á þessu stigi gæti þurft að sigta sósuna aftur.

Sítrónutart

Fullkominn sítrónuunaður. Franskara getur það ekki verið. þessi uppskrift er frá MPW.

1 kg Hveiti
350 gr Flórsykur
500 gr Smjör
Börkur af tvem sítrónum í julienne
Skaf af einni vanillustöng
2 stk Egg

Fylling:
18 stk Egg
800 gr Flórsykur
10 stk Egg
500 ml Rjómi

1-Hitið ofn í 180 gráður, blandið saman hveiti, smjöri og flórsykri.

2-Setjið sítrónubörkinn í ásamt innan úr vanillustönginni.

3-Þeytið eggin saman og bætið í. Hnoðið vel saman og vefjið í plastfilmu og geymið í kæli í um 30 mínútur.

4-Fletjið út deigið nægilega stórt til að passi í formið sem nota skal. Þrystið deiginu jafnt upp kantana á forminu. Skerið ekki aukadeig sem slútir út fyrir formið fyrr en eftir bakstur. Setjið smjörpappír ofaná deigið og setji bökunarbaunir eða linsubaunir sem ok við baksturinn.

5-Bakið í 10 mín, fjarlægið baunirnar og smjörpappírinn og skerið burt auka deig. Bakið aftur í 10 mín og takið úr ofninum.

6-Þeytið saman egg, flórsykur, sítrónusafa og sítrónubörk. Bætið rjómanum að síðustu í.

7-Lækkið hitan í ofninum í 120 gráður. Hellið fyllingunni í heitan botninn og bakið í 30 mín.

8-Rétt fyrir framreiðslu skal strá kökuna með flórsykri og gljá undir vel heitu grilli. Skerið í 8 sneiðar og framreiðið með t.d. ís eða sorbet.

Pizzudeig

Fyrir tvær 12 tommu pizzur:
250 ml volgt vatn
425 gr hveiti
15 ml ólífuolía
7 gr salt (1 tsk)
5 gr ger (1 msk)
5 gr sykur (1 tsk)

Hnoðað saman og látið hefast á volgum stað í 45 mínútur.
Skipt í tvennt og flatt út á tvær plötur.
Sósa - ostur - álegg - ostur- olía - oregano.

Súkkulaði Góðgæti

300 gr suðusúkkulaði
250 gr flórsykur
250 gr smjör
12 ml grand marnier
Skaf innan úr 2 vanillustöngum

1-Bræðið saman súkkulaði og smjör.
2-Blandið flórsykri, Grand Marnier og vanillu saman við.
3-Hellið í form og kælið. Notist sem meðlæti með eftirréttum.

Heit Súkkulaðikaka með blautum kjarna

Fyrir 16 persónur

50 ml mjólk
4 egg
230 gr suðusúkkulaði
30 gr flórsykur
70 ml rjómi
60 gr sykur
60 gr smjör
50 gr hveiti

1-Þeytið saman eggin og sykurinn í hrærivél þar til blandan er létt og ljós.
2-Sjóðið upp á mjólkinni og rjómanum, takið af hitanum og bætið söxuðu súkkulaðinu og smjörinu saman við.
3-Bætið súkkulaðiblöndunni varlega út í eggjablönduna og bætið við flórsykri og hveiti.
4-Setjið blönduna í litlar hitaþolnar skálar eða kakóbolla sem þola hitann vel og búið er að smyrja að innan og dusta með hveiti.
5-Bakið við 200 gráður í 8-10 mínútur.

Laxatartar með tómarolíu og laxahrognum

Forréttur fyrir 4

300 gr laxastykki
100 gr reyktur lax
2 msk sýrður rjómi
2 msk saxaður graslaukur
2 msk saxaður laukur
svartur pipar úr kvörn

Tómatolía:
1 dl tómatsafi
2 msk hvítvínsedik
3 msk ólífuolía
1 msk saxaður laukur
salt
svartur pipar úr kvörn

Hunangslegnar gúrkur:
100 gr gúrkur-flysjaðar og kjarnhreinsaðar
2 msk hunang
1 msk hvítvínsedik
salt og hvítur pipar
1 msk ólífuolía

til skreytinga:
salat og söltuð laxahrogn

Aðferð:
Saxið laxinn fínt og blandið sýrðum rjóma, graslauk og lauk saman við. Kryddið til með pipar.
Mótið í fjóra bauta. Leggið á miðju disks.
Blandið saman hráefnum í tómatolíu og setjið umhverfis laxinn með skeið. Skerið gúrkurnar í langar, hálfar sneiðar og leggið í marineringuna í stutta stund, raðið ofaná laxinn í fallegan hring. Skreytið með salati og setjið að síðustu teskeið af laxahrognum ofaná salatið.
Framreiðið með góðu brauði.

Frönsk súkkulaðikaka

Botn:
200 gr smjör
200 gr suðusúkkulaði brætt saman, kælt.

4 egg
2 dl sykur þeytt saman.

1 dl hveiti blandað varlega saman við eggjablöndu og síðan er súkkulaði blandan sett út í. Sett í smurt springform og bakað við 160° C í 30 mínútur.
Bráð: 150 gr suðusúkkulaði og 70 gr smjör blandað saman og kælt.
2 msk sýróp settar út í.
Hellt yfir botninn og fryst. Gott með þeyttum rjóma og ávöxtum.

Eldsteiktar Pönnukökur og Ananas í Tequila

Desert frá Ragnari Wessman. Frábær eftirréttur sem staldraði reyndar stutt við á matseðlinum í Grillinu (þjónarnir hötuðu þennan rétt - flambering).

8 stk pönnukökur
8 sneiðar ananas
80 gr hnetuspænir
10 cl tequila

Cajeta síróp:
250 gr sykur
500 ml mjólk
½ tsk matarsódi
1 stk kanelstöng

Cajeta:
Blandið öllu saman og sjóðið í c.a. 2 1/2 klst.

1-Raðið á fat ananassneiðum, cajetu og pönnukökum og vínanda.
2-Hitið pönnu og hellið cajetu á. Leggið ananassneiðarnar á, kraumið stutta stund og snúið við einu sinni. Hellið víni á og berið eld að.
3-Skammtið eina sneið á mann og flamberið pönnukökur á sama hátt.
4-Framreiðið með vanilluís.

Ciabatta Brauð

Efni í fjóra hleifa

Sponge-blanda:
1 tsk þurrger
250 ml volgt vatn
350 gr sigtað hveiti

Blandið saman vatni og geri og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið hveiti saman við. Leggið stykki yfir og látið standa í herbergishita í 12 klukkustundir.

Deig:
1,5 tsk þurrger
5 msk heit mjólk
1 msk ólífuolía
250 ml heitt vatn
600 gr hveiti
2-3 tsk salt

Blandið saman geri og mjólk og látið standa í 3-4 mínútur. Blandið sponge-blöndunni, vatni og olíu saman við. Hrærið saman rólega í hrærivél með krók. Blandið hveiti og salti saman við, og vinnið rólega saman. Deigið ætti að vera mjög mjúkt viðkomu án þess að klessast við fingurnar. Það gæti þurft að þynna degið með heitu vatni. Látið hefast í skálinni í klukkustund eða þar til degið hefur þrefaldast. Skiptið í 4 jafna hluta og setjið á bökunarplötur. Penslið með ólífuolíu eða grænu pesto. Látið hefast undir plastfilmu í 90 mínútur. Degið mun ekki rísa mikið á þeim tíma. Bakið í 25-30 mínútur og kælið. Gott að úða brauðin þrisvar fyrstu 10 mínuturnar með vatni.

Matelote d'anguille a la Bourguignonne

1 1/2 lb eel
1 onion
1 carrot
1 clove garlic, crushed
1 bouquet garni
4 cups red wine
butter
salt and pepper

Skin, clean out and wash the eel. Dry with a cloth and cut into 3
inch piece., Butter a saute pan liberally and line with a layer of
thin-sliced onions and carrots. cook gently for 15-20 minutes. Add
garlic and bouquet garni, season with salt and freshly ground
pepper. Arrange the pieces of eel on top of the garnish. Add enough
wine to just cover the fish. Bring to a boil quickly, then cover
and simmer gently for 20 minutes. Remove eel, put into an earthenware
dish and strain the pan juices over it.


20 small onions
pinch salt
pinch sugar
20 button mushrooms
kneaded butter
1/4 lb butter

Peel the onions, scald and cook in 2 tablespoons butter until
golden. Season with pinch of salt and a pinch of sugar. Add
mushrooms, saute for a few seconds, pour in the liquid in which
the eels were cooked, and bring to a boil. Add the eel, simmer for
2-3 minutes and thicken with a liaison of kneaded butter. (Allow
2 tablespoons of kneaded butter for 1 cup liquid) Add it to the
sauce , half a teaspoonful at a time. Toss gently. Check seasoning,
remove from heat and add remaining butter in small pieces. Half a
teaspoon of anchovy butter may be added at the same time, if desired.

Arrange on a heated dish, garnished with watercress and fried
croutons. Serves four.

Sveppaflan

800 gr sneiddir, steiktir sveppir
50 gr charlottulaukur saxaður og steiktur með sveppum
-Þetta verður að vikta samanlagt 800 gr
13 stk eggjarauður
7 heil egg
1500 ml rjómi
500 ml mjólk
Salt og pipar

Rjómi og mjólk soðið niður dálitla stund. Sveppir settir útí og tekið fínt í blender.
Kælt og egg sett útí. Salt og pipar. Sett í form og bakað.

Brioche brauð

18 gr ger - leyst upp í volgu vatni
50 gr sykur
500 gr hveiti
1 tsk salt – skál með geri
6 stk egg
- pískuð og hellt útí í mjórri bunu – hrært á meðan
250 gr stofuheitt smjör
- blandað útí í þrennu lagi – hrært í á meðan
Látið hvílast í kæli yfir nótt. Sett í form og látið hefast á volgum stað. Bakað á 160 gráðum í 30-40 mínútur.

Dillhlaup

2,5 lítrar vatn
11 bl matarlím
5 búnt dill

Súkkulaðitrufflur

1 lítri rjómi
150 gr sykur
1200 gr dökkt súkkulaði – 64%
150 gr smjör

Rjómi og sykur soðið saman. Súkkulaði sett í litlum bitum saman við. Smjöri hrært saman við blönduna þegar hún er við 35-40 gráðu hita.

Kaffifrauð

120 gr mascarpone
1 einfaldur espresso
40 gr sykur
1 ½ bl. Matarlím
200 gr léttþeyttur rjómi
- sykur leyst upp í heitum espresso og blandað saman við mascarpone og keyrt saman í kitchen aid. Matarlím leyst upp í 2 msk kaffi og felt saman við blönduna með sleikju, þar næst léttþeytti rjóminn. Martini glös fyllt upp í hálf.

Parmaskinkuflan

6 dl rjómi
150 gr parmaskinka
4 fínt söxuð hvítlauksrif
1 msk selleryrótar mousse
6 egg

Allt soðið saman nema egg. Sigtað. Eggin eru hrærð saman við og smakkað til með salti og pipar. Bakað við 95 gráður í 35 mínútur 40% raki eða í vatnsbaði

Mjúkur kryddjurtaostahjúpur á fisk

150 gr brauðrasp
25 gr rifinn parmesan
100 gr goudaostur – rifinn
4 msk rjómaostur
25-50 gr kryddjurtir
125 gr bráðið smjör
Örl. salt og pipar

1 gastro

Mjúkur sinnepshjúpur á fisk

100 gr brauðraspur
25 gr rifinn parmesan
2 msk grófkorna sinnep
1 saxað hvítlauksrif
2 msk dijon sinnep
Börkur af einni sítrónu – fínt rifinn80 gr bráðið smjör
Örl. salt og pipar

½ gastro

Skúffukaka – ein skúffa

600 gr sykur
500 gr hveiti
2 tsk lyftiduft
2 tsk natron eða matarsódi
2 tsk salt
8 msk kakó
250 gr brætt smjör
5 dl mjólk
4 egg

Allt hrært saman í 3 mínútur.
Bakað í 30-40 minútur við 170 gráðu hita.

Súkkulaðitart

570 gr súkkulaði
420 gr smjör
200 gr eggjarauður
400 gr egg
1 ¼ bolli sykur
2 msk hveiti

bakað í 13 mín.

Ostastangir

100 gr hveiti
70 gr rifinn ostur
60 gr smjör
2 msk sýrður rjómi

Hnoðað saman og pakkað í plastfilmu.
Hvílt í kæli í 2 klst.
Flatt út og skorið í langar ræmur og stráð parmesan osti.
Sett á bökunarplöru og bakað við 150 gráðu hita (½ blástur) í
c.a. 20 mín

Blinis - Rússneskar pönnukökur

500 gr hveiti
500 ml volg mjólk
½ msk olía
2 dl pilsner
1 msk ger
10 gr salt
10 gr sykur
4 eggjahvítur – stífþeyttar

Brauð – Grunnuppskrift

1 lítri vatn
30 gr salt
50 gr smjör eða olía
1700 gr hveiti
20 gr ger
20 gr sykur

Skyrfrauð

500 gr skyr
75 gr sykur
2 dl rjómi – léttþeyttur
½ dl rjómi – heitur
6 gr matarlím

Þeytið saman skyr og sykur í þunna blöndu. Matarlím er leyst upp í heita rjómanum og blandað saman við. Léttþeytta rjómanum er blandað saman við að síðustu. Sett í form og kælt.

Bavaroise eða sherry triffle

1 ltr mjólk
200 gr sykur
2 stk vanillustangir
-soðið upp
12 stk eggjarauður
100 gr sykur
-þeytt saman
18 bl matarlím leyst upp í heitu sherry
2 ltr léttþeyttur rjómi
Möndlukökur, sherry-síróp, súkkulaðiflögur

Créme Anglaise

12 stk eggjarauður
250 gr sykur
1 ltr mjólk
2 stk vanillustangir

Soðið upp á mjólkog sykri með vanillu. Hrært smátt og smátt saman við eggjarauðurnar. Hitað rólega saman í hæfilega þykkt yfir vatnsbaði.

Cremé Brúlee 2

12 eggjarauður
200 ml mjólk
600 ml rjómi
110 gr sykur
2 stk vanillustöng

Bakað við 90 gráður - 30% raki
eða 45 mín við 90-95 gráðu hita.

28 september 2005

Grillaður Lax með Coriander pesto

Aðalréttur fyrir 4

4x 120 gr laxastykki
salt og svartur pipar úr kvörn
ólífuolía til penslunar

coriander pesto:
1 búnt ferskt coriander
1 búnt steinselja
100 gr furuhnetur
1 tsk sítrónusafi
1 msk balsamico edik
salt og svartur pipar úr kvörn
75 ml ólífuolía
30 gr parmesanostur
2 saxaðir hvítlauksgeirar

Sítrónugrassósa:
2 stk sítrónugras (lemongrass)
-má nota niðursoðið
50 gr saxaður charlottulaukur
100 ml hvítvín
1 tsk turmeric
100 ml fisksoð
100 ml rjómi
2 msk ólífuolía
2 msk smjör

Meðlæti:
Soðnar kartöflur og salat

Aðferð:
Kryddið laxinn með salti og pipar og penslið með ólífuolíu. Grillið á vel heitu grilli í 1-2 mínútur á hvorri hlið.

Pesto:
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og látið snúast í nokkra hringi. Setjið ofaná laxinn og bregðið stutta stund undir vel heitt grill.

Sósa:
Skerið sítrónugrasið í litla bita og svitið í heitri olíunni ásamt lauk. Kryddið til með turmeric, salti og pipar. Hellið hvítvíni og fisksoði í pottinn og látið sjóða niður um 2/3. Setjið rjómann í og sjóðið aftur niður um helming. Hrærið köldu smjörinu saman við og látið ekki sjóða eftir það.

Grillaðar Nautalundir að Mexikóskum hætti

Fyrir 4 persónur

800 gr Nautalundir (fjórar 200 gr steikur, skorið skáhalt í langar steikur)
1 meðal Zukkini
1 Rauð Paprika
4 þykkar Lauksneiðar (bufflaukur)
4 Stórar kartöflur
200 gr Lárperumauk
300 ml Salsasósa
200 ml Sýrður Rjómi

Kryddolía:
2 stykki rauður Chilipipar (ferskur)
200 ml Ólífuolía
Sett saman í blender eða matvinnsluvél

Svartur pipar úr kvörn
Salt

Aðferð:
Berjið kjötið örlítið flatt með buffhamri og penslið með chiliolíunni. Skerið Zukkini, papriku í langar sneiðar og leggið á fat. Penslið með olíu. Skerið laukinn og kartöflurnar í þykkar sneiðar og penslið með olíu. Grillið kartöflurnar á snarpheitu grillinu fyrst því þær taka lengstan tíma. Setjið síðan kjötið á grillið, kryddið og penslið stöðugt með chiliolíunni á meðan steikurnar grillast. Eldunartími fer eftir smekk manna. Grillið grænmetið um leið og kjötið. Framreiðið með góðu salati, salsasósu, lárperumauki og sýrðum rjóma.

Panna Cotta

3 ½ bl matarlím
2 msk heitt vatn

200 ml rjómi
100 gr sykur
170 gr sýrður rjómi
150 gr mascarpone ostur
1 stk vanillustöng
1 msk sítrónusafi

Allt sett saman og hita í 80 gráður í bain marie.
Matarlímið sett síðast. Töfrasprotað síðast og hellt í form.

Cremé Brúlee 1


-ca 25 skammtar

300 gr eggjarauður
½ ltr mjólk
1 ½ ltr rjómi
(má hafa bara 2 lítra rjóma í staðinn fyrir rjóma og mjólk)
300 gr sykur
3 stk vanillustangir

Soðið upp á mjólk og rjóma og blandað saman.
Bakað í vatnsbaði í 45 mín við 90-95 gráðu hita.